Þróunarverkefni

Hringekjan

Í Hringekju er boðið upp á níu mismunandi vinnustöðvar 2 x í viku. Unnið er með hreyfingu, útinám, listsköpun, vísindi, jóga, sögugerð, vináttu, umhverfismennt og tónlist. Öll börn i Sólbrekku taka þátt og fá tækifæri til þess að vinna á öllum vinnustöðvum og um leið að kynnast börnum og starfsfólki af öllum deildum.