Listaskáli

Skapandi starf í leikskóla

Í námskrá Leikskóla Seltjarnarness segir um sköpun; ,,Börn njóta myndsköpunar á eigin forsendum í leikskólanum og kynnast margskonar efnivið sem ýtir undir hugmyndaflug og örvar sköpunargleði“. Það er ekki endanleg útkoma í myndverkinu sjálfu sem skiptir öllu máli heldur ferlið sjálft og gleðin við að skapa. Í listaskálanum kynnast börnin mismunandi efnivið – ekki síst efnivið úr náttúrunni og öðru endurnýtanlegu efni. 

Lögð er áhersla á að börnin máli, liti, leiri, teikni, klippi, lími og að leiki sér með og handfjatli verðlaust efni. Eldri börnin fara í heimsókn á listasöfn, hlusta á tónlist og sögur og vinna verkefni í tengslum við það. Yngri börnin fara í fjöruferð að vori og búa til fiskabúr þegar heim er komið. Öll börnin taka þátt í þemaverkefnum sem eru mismunandi eftir árstíðum. Þau geta verið hvorttveggja einstaklings- eða hópverkefni.

Börnin koma í listaskálann í litlum hópum þar sem er bæði kyrrð og ró. Í sumum tilvikum taka börnin verkefnin með sér heim eða þau eru geymd í leikskólanum fyrir vorsýningu. Mikilvægt er að hlúa að leik barnanna í gegnum listsköpun en leikurinn er helsta náms- og þroskaleið þeirra. Síðast en ekki síst viljum við að það sé gleði og gaman í listaskálanum og að börnin bíði í ofvæni eftir að koma aftur. 

Áherslur 2-4 ára
Vinna með form og lögun
Kynnast leir
Kynnast skærum og klippa frjálst og líma
Form, hringur, kassi, þríhyrningur
Læra að halda á blýant og pensli
Að nota efnivið úr náttúrunni til myndsköpunar og safna alls kyns efnivið í göngu og vettvangsferðum
Sjálfsmynd með skráningu
Mála með óhefbundnum verkefærum
Að leika sér með og handfjatla verðlaust efni

Áherslur 4-6 ára
Tilraunir með liti og litablöndun
Vinna með form og lögun
Klippa frjálst og líma
Stuðla að aukinni færni í einföldum aðferðum málunar (vatnslitir og akríl)
Að nota efniðvið úr náttúrunni til myndsköpunar og safna alls kyns efniðvið í göngu og vettvangsferðum
Endurvinna pappí og gera pappamassa
Að þjálfa fínhreyfingar, s.s. að klippa eftir línur lita afmarkan flöt
Að byggja á hugmyndaflugi barnanna í myndsköpun
Vinna með jarðleir
Sjálfsmynd með skráningu
Verkefni tengd upplifun á tónlist/sögu
Fara á myndlistarsýningar og vinna verkefni út frá þeim
Teikna eftir fyrirmynd
Mála með óhefðbundunum verkfærum