SMT

SMT - Skólafærni

Leikskóli Seltjarnarness er sjálfstæður SMT skóli

Í Smt – skólafærni er lögð áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun barna með því að kenna félagsfærni, umbuna börnum fyrir æskilega hegðun og koma á samræmi í viðbrögðum starfsfólks og kennara gagnvart börnum sem sýna óæskilega hegðun.

Með því að kenna snemma ákveðna félagsfærni læra börnin ekki aðeins hvers konar hegðun við væntum af  þeim heldur einnig hvers þau eiga að vænta í samskiptum við hvort annað.

Búnar eru til reglur um æskilega hegðun barna og þær kenndar. Reglurnar eru settar fram á myndrænan hátt og eru sýnilegar á veggjum skólans.

Lögð er áhersla á að gefa æskilegri hegðun gaum þannig að börnin fái hvatningu fyrir að sýna framfarir og tekið sé eftir því sem þau gera vel. Til þess notum við félagslega hvatningu ( hrós ) og „bros“ sem börnin safna.  Þegar ákveðnum fjölda hefur verið náð er haldin brosveisla, það getur verið búningadagur, strætóferð, bakstur eða hvað annað sem börnunum finnst eftirsóknarvert.

Markmið almenns jákvæðs stuðnings við hegðun er að skapa gott andrúmsloft í skólanum og tryggja öryggi og velferð allra sem þar dvelja.


Reglutafla