Foreldrar

Foreldrafélag

Netfang foreldrafélagsins er.

foreldrafelagls@gmail.com

Fréttabréf Foreldrafélags Leikskóla Seltjarnarness desember 2020

Fréttabréf Foreldrafélags Leikskóla Seltjarnarness mars 2017

Fréttabref Foreldrafélags Leikskóla Seltjarnarness desember 2017


Foreldrafélag Leikskóla Seltjarnarness. 

Allir sem eiga börn í leikskólanum eiga rétt á að ganga í félagið ásamt starfsfólki skólans.  Aðalfundur er haldinn að hausti ár hvert sem kýs stjórn fyrir skólaárið.

 Tilgangur félagsins er að:

  • Vera samstarfsvettvangur foreldra leikskólabarna.
  • Stuðla að góðum skólaanda m.a. með því að vinna að öflugu félagslífi í leikskólanum.
  • Stuðla að auknum kynnum barna, foreldra og starfsmanna skólans.
  • Koma á framfæri sjónarmiðum og hugmyndum foreldra varðandi leikskólastarfið til skólastjórnenda og foreldraráðs.

 

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að:

  • Skipuleggja viðburði í samstarfi við leikskólann.
  • Styðja og hvetja deildarfulltrúa til að efla deildaranda og foreldrasamstarf á hverri deild.
  • Koma á umræðu- og fræðslufundum fyrir foreldra um uppeldis- og leikskólamál.
  • Veita leikskólanum lið í að bæta aðstæður til leiks og náms.
  • Sitja fundi með foreldraráði og skólastjórnendum um skólastarfið.

 

Undanfarin ár hefur Foreldrafélagið staðið fyrir margskonar uppákomum s.s. sumarhátíð, leik- og tónlistarsýningum auk þess sem börnin hafa fengið hesta í heimsókn í garðinn.
Einnig hefur félagið gefið börnunum jólagjafir með aðstoð jólasveina.

Stjórn félagsins hittist reglulega yfir skólaárið.  Stjórnin hvetur foreldra til þess að koma á framfæri hverskonar hugmyndum sem eflt geta starf félagsins og leikskólans.