Grænfáninn

Skólar á grænni grein - Grænfáninn

 

LandverndÍ Leiksskóla Seltjarnarness er umhverfismennt einn af áhersluþáttum í uppeldisstarfinu og var Grænfáninn afhentur 1. desember 2010.  Mánabrekka hafði verið þátttakandi frá árinu 2004  í verkefninu “Skólar á grænni grein”. Um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem ber heitið Fondation for Evironmental Education eða FEE og er stjórnað af Landvernd á Íslandi.

Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um góða fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Fánann fá skólar í kjölfar verkefna sem er ætlað að efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál.
Þau efla þekkingu nemenda og skólafólks og styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum skóla.

Umhverfissáttmáli Leikskóla Seltjarnarness er:

 • Að kynnast átthögum – upplifa og njóta
 • Nota efnivið úr náttúrunni til sköpunar
 • Ganga vel um leikskólann og umhverfi hans
 • Flokkun og endurvinnsla
 • Minnka vatns- og orkunorkun.

Markmið Grænfánans

 • Að bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.
 • Að efla samfélagskennd innan skólans.
 • Að auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.
 • Að styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.
 • Að veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.
 • Að efla evrópska samkennd og tungumálakunnáttu.
 • Að tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki og almenning.