Hreyfiland

Hreyfiland

Í Hreyfilandi fer fram rannsóknagrundað starf í gegnum leik, tónlist og gleði.


Tímabil  hvers hóps í Hreyfilandi samanstendur af þremur tveggja vikna törnum. Fyrst er unnið með jafnvægið í tvær vikur, þá taka við tvær vikur þar sem unnið er með samhæfingu og síðast alhliða hreyfing í tvær vikur.

Tímarnir hefjast ávalt á upphitun þar sem unnið er með hæfileika barnanna til að herma eftir því sem þau skynja í umhverfinu.  Það felst m.a. í því að börnin leika eftir hljóðum og hreyfingum dýra, en stór hluti þess sem börn nema, læra þau með því að líkja eftir hegðun, hljóðum og atferli.

Samhæfing augna og handahreyfinga byggir á jafnvægiskerfi  sem tengir saman það sem við sjáum, heyrum og finnum og viðbrögð líkamans við því.  Sem síðan hefur áhrif á líkamsstöðu og líkamsbeitingu, einbeitingu, úrvinnslu áreitis, líkamlega og andlega líðan og hegðun.

Allt starf með börnunum fer  fram í gegnum leik og mikilvægast er að börnin skemmti sér og njóti hreyfingar og leikja í Hreyfilandi. Börnin fá útrás og upplifa ánægjuna af því að hoppa saman og skoppa, rúlla sér og velta á mjúku gólfinu  með öllum þeim jákvæðu áhrifum sem það hefur á líkama og sál.