Nám

Námskrá Leikskóla Seltjarnarness

Leikskóli Seltjarnaness starfa samkvæmt lögum um leikskóla  nr. 78/1994 og tók gildi árið 1999
Jafnframt er hverjum skóla skylt að gera sína eigin skólanámskrá þar sem koma fram helstu áhersluþættir
í skólastarfinu.

Tilgangur skólanámskrár sem byggir á Aðalnámskrá fyrir leikskóla sem gefin er út af Menntamálaráðuneytinu er: 
- Að skipuleggja uppeldi og nám barna
- Að stuðla að skilvirkara starfi
- Að gera leikskólastarfið sýnilegra


Í framhaldi af setningu nýrra laga árið 2008 um leikskóla (nr. 90/2008), grunnskóla (nr. 91/2008) og framhaldsskóla (nr. 92/2008) hefur verið unnið að innleiðingu þeirrar menntastefnu sem þar er mörkuð. Undirstöðuatriði í þeirri vinnu er gerð aðalnámskrár fyrir skólastigin þrjú.

Aðalnámskrá er rammi um skólastarfið á þessum skólastigum og leiðsögn um tilgang þess og markmið. Hún birtir heildarsýn um menntun og útfærir nánar þá menntastefnu sem felst í lögunum. Aðalnámskrá er ætluð stjórnendum, skóla, kennurum og öðru starfsfólki í skólakerfinu. Einnig veitir hún nemendum, foreldrum þeirra, opinberum stofnunum, félagasamtökum, aðilum atvinnulífsins og almenningi upplýsingar um tilgang og starfsemi skóla.

Lög gera ráð fyrir að sveitarfélög sem rekstaraðilar skóla birti skólastefnu sína fyrir leik- og grunnskóla. Skólum á öllum skólastigum beNámskráin er samstarfsverkefni allra sem í skólanum starfa og endurspeglar helstu áherslur og leiðir sem ákveðið hefur verið að fara í samskiptum við börn, starfsfólk, foreldra / forráðamenn og nærsamfélagið. 


Aðalnámskrá leikskóla 2011