Starfsemi

Daglegt starf

Í starfinu okkar á Ási er lögð áhersla á að efla sjálfstæði barnanna og sjálfshjálp í öllum daglegum athöfnum. Við leggjum einnig áherslu á að börnin læri að vinna í hópum og taka tillit til annarra. Barnahópnum er gjarna skipt upp í minni hópa stundum stelpur saman og strákar saman Ekki má gleyma mikilvægi hins frjálsa sjálfsprottna leiks þar sem börnin líkja eftir fyrirmyndum sínum, setja sig í spor þeirra og samsama sig þeim.  Í frjálsum leik æfa börnin samskipti og félagslega hæfni og þess vegna verður frjálsi leikurinn mikilvægur í starfi okkar í vetur.

Grunnþarfir:

 Á matmálstímum skammta börnin sér sjálf mat á disk eftir getu, smyrja og læra að nota hnífapör.
Í fataherbergi æfast börnin í því að klæða sig í og úr og ganga frá fatnaði á viðeigandi staði.
Börnin fara sjálf á salerni og þvo hendur á eftir, sem og eftir útivist og fyrir matmálstíma.

Hópastarf
Hringekja er tvisvar í viku, mánudags- og miðvikudagsmorgna.  Allir nemendur Sólbrekku skiptast niður í 9 hópa og fara á mismunandi stöðvar í hópastarf.

Tónlist
Tónlist með Ólöfu Maríu er eftir hádegi á fimmtudögum og skiptast börnin á Ási niður í stelpu og strákahóp. Tónlist með Sesselju er á þriðjudagamorgnum og skiptast börnin á Ási þá niður í þrjá hópa, geitunga, fiðrildi og maríuhænur. Áhersla er lögð á fjölbreytni í laga- og textavali, vinnu með hljóðfæri og hlustun.  Textar eru gjarnan mikil áskorun og gefa þeir gott tækifæri til þess að vinna með málskilning og efla skýran framburð, hljóðavitund og orðaforða, til dæmis. Alla föstudagsmorgna er fagnaðarfundur inni í sal Sólbrekku þar sem öll börnin syngja saman. Fyrsta þriðjudag í mánuði koma allir saman í Mánabrekku og syngja undir stjórn Ólafar Maríu.

Listsköpun
Á mánudögum er Listaskáladagur eftir klukka 11. Kristín Vilborg vinnur með misstóra hópa af Ási inni í Listaskála. Tilraunir eru gerðar með ýmis efni og áhöld. Einnig er unnið að alls konar myndsköpun inni á deild

Hreyfing:
Fyrir utan frjálsa útiveru og göngutúra þá skiptast börnin niður í stelpu og strákahóp og fara eftir hádegi á miðvikudögum í Hreyfiland. Þar er farið í alls konar leiki og hreyfiþroski efldur.

Samverustundir
Í samverustundum eru börnin öll saman eða skipt niður í stráka og stelpuhóp og þá er einu sinni í viku farið í vinaverkefnið og einu sinni í viku er farið í Lubba. Annars er lesið, farið yfir SMT-reglur, framkoma í litlum hópum og einstaklings er æfð, hljóðkerfisvitund og málnotkun æfð ásamt fleiru. Dagsstemningin ræður ferðinni.

Fastir liðir 
Á vorönn verður farið í þrjár heimsóknir í Mýrarhúsaskóla sem er liður í aðlögun fyrir það sem koma skal.  Börnin heimsækja skólaskjólið, hitta skólastjóra, skoða sérgreinastofur og fá að sitja í kennslustund með börnum í 1. bekk.

Á vorönn hefst íþróttaskóli sem er samstarfsverkefni leikskólans og Gróttu. Börnin fá kynningu og leiðsögn i þeim íþróttagreinum sem félagið býður uppa þ.e. handbolta, fótbolta og fimleikum

Í maí er útskriftarferð. Um er að ræða dagsferð með rútu, tekið með nesti, grillað og farið í leiki.