Gott að vita

Gott að vita

Hagnýtar upplýsingar

  • Þegar barnið byrjar í leikskólanum er gerður samningur um dvalartíma sem ætlast er til að foreldrar virði.
  • Boðið er upp á morgunverð frá klukkan 8:00 og 8:45.
  • Faglegt starf hefst stundvíslega klukkan 9:00. Mikilvægt er að börnin séu mætt fyrir þann tíma.
  • Öll börn í Mánabrekku og Holti þurfa að koma með sæng/teppi og kodda í leikskólann.
  • Börn á yngri deildum (Mýri, Nesi og Holti) koma með sæng (í stærð 70x100) og börn á eldri deildum (Skála og  Odda) koma með teppi. Annan hvern föstudag er allt tekið heim og þvegið.
  • Á sólardögum þarf að bera sólarvörn á börnin áður en þau koma í leikskólann.
  • Foreldrar koma sjálfir með krem fyrir bleyjubörn
  • Mörgum börnum finnst gott að koma með lítinn bangsa eða mjúkt dýr til að hafa hjá sér í hvíldinni.

Afmæli:   

  • Afmælisdagur barnsins er alltaf sérstakur. Þennan dag fær barnið afmæliskórónu, afmælissöngurinn sunginn, barnið fær sérstakan  afmælisdisk og glas í hádeginu og er á ýmsan hátt stjarna dagsins.                

Fatnaður:

  • Í leikskólanum er komið með öll útiföt og viðeigandi skófatnað í byrjun vikunnar. Mikilvægt er að börnin séu með hlýjan  kuldagalla, pollagalla og vindþolinn föt  fyrir útiveru. Mörgum finnst gott að vera með inniskó.
  • Vinsamlegast skiljið fingravettlinga eftir heima. Ef fatnaður er skítugur eftir daginn þarf að taka hann heim og þvo.
  • Nauðsynlegt er að merkja allan fatnað vel.
  • Foreldrar sjá til þess að alltaf séu næg aukaföt í skólanum ( í þar til gerðum boxum/pokum í fatahólfinu )
  • Foreldrar koma með bleiur fyrir börnin sín og fylla á eftir þörfum.   
  • Leikskólinn er töskulaus. Það þýðir að töskur og stórir pokar eru teknir heim.

Leikföng:

  • Í leikskólanum er nóg af leikföngum  og því æskilegt að börnin komi ekki með leikföng að heiman. Þetta er mikilvægt til að koma í veg fyrir árekstra í barnahópnum.

Veikindi:

  • Vinsamlegast látið vita ef barnið er veikt. Hægt er að hringja eða nota Mentor til að skrá veikindi.
  • Mikilvægt er að barnið  komi ekki aftur í leikskólann eftir veikindi fyrr en það er fært um að taka fullan þátt í daglegu starfi leikskólans, bæði úti og inni.


Annað:

  • Foreldrar taka fullan þátt í aðlögun barnsins og óskum við eftir að reglum skólans varðandi notkun síma í starfi með börnum sé fylgt.