Fréttir

Fullveldisdagur Íslands

5.10.2010

 

Velkomin á heimasíðu Leikskóla Seltjarnarness sem opnuð er á þessum hátíðisdegi. 

Gaman er að segja frá því að í dag 1. desember,  fær Leikskóli Seltjarnarness afhentan Grænfánann í fyrsta sinn.  Að tilefni dagsins munu allir hittast í sal Mánabrekku þar sem Orri Páll Jóhannsson, verkefnastjóri hjá Landvernd mun afhenda Grænfánann.  
Grænfánar verða  síðan dregnir að hún fyrir utan báðar starfsstöðvarnar,  Mánabrekku og Sólbrekku.

Heimasíðan er í vinnslu og ekki alveg  fullunnin, biðjum við gesti að sýna þolinmæði en allar hugmyndir og ábendingar eru vel þegnar.