Matseðill

Matseðill leikskóla Seltjarnarnes

Sameiginlegur hádegismatseðill er fyrir leik- og grunnskóla Seltjarnarness.

Hvað er í matinn.

Við matarborðið skapast næði til að spjalla saman og tileinka sér góðar matarvenjur og almenna kurteisi. Við gerð matseðils hvers mánaðar er leitast við að sameina holla fæðu, gæði og vinsældir meðal barnanna, jafnframt er tekið mið af tillögum um hollan og góðan mat frá Lýðheilsustöð og Manneldisráði.

Boðið er upp á ferskt grænmeti og ávexti með hverri máltíð, ásamt vatni og léttmjólk.
Í eldhúsinu í Mánabrekku er ekki alltaf hægt að elda mat frá grunni vegna takmarkana eldhússins og er í þeim tilfellum alltaf leitast við að kaupa ferskasta hráefni sem í boði er hverju sinn.

Fiskur er hollur og góður og alltaf vinsæll hjá börnunum og er fiskur á  matseðlinum tvisvar í viku. Fiskurinn kemur frá Hafberg,  samdægurs og fáum við það ferskasta sem er í boði hverju sinni. Annan daginn er soðin fiskur með grænmeti og hinn daginn fiskréttur  s.s. fiskbollur, plokkfiskur eða ofnbakaður fiskur.

Kjötvörurnar  koma frá Kjötbankanum.  Leitast er við að velja það hollasta og ferskasta sem völ er á hverju sinni. Vörur frá þessum aðilum innihalda ekki hveiti, mjólk eða egg.
Einstaka sinnum er brugðið út af vananum og boðið upp á pylsur t.d. á öskudaginn.

Kjúklingur kemur frá Matfugli og er þá helst notað hráefni sem er ekki búið að meðhöndla.

Ávextir eru hollur og góður biti á milli mála. Börnin fá nýja ávexti á hverjum degi.
Á morgnana er ávaxtastund  fyrir útiveru  og svo eru ávextir hafðir með nónhressingu. 
Grænmeti frá Mata er á boðstólum alla daga,  ýmist  ferskt niðurskorið eða léttsoðið rótargrænmeti.
Á haustin er á borðum það grænmeti og kryddjurtir sem börn og starfsfólk hafa ræktað í matjurtargörðum skólans yfir sumarið.

Hafragrautur og létt AB mjólk er fastur liður alla morgna nema á föstudögum, þá er ristað brauð og tilheyrandi. Börnin geta fengið rúsínur og kanil út á grautinn ef þau vilja. Sem meðlæti með mat eru notuð hýðishrísgrjón en í grjónagrautinn eru notuð grautargrjón.
Brauðin koma að lang stærstum hluta frá Björnsbakarí og er leitast við að hafa úrvalið fjölbreytt.  Alla jafna er á boðstólum gróft hrökkbrauð. Einu sinni í viku er á boðstólum nýbakað kaffibrauð.

Fjölbreytt  álegg er með brauðinu  m.a. ostur, mysingur, skinka, spægipylsa, lifrarkæfa, smurostur, soðin egg, ávextir og grænmeti


Úttekt á mötuneyti grunn-og leikskóla Seltjarnarness Desember 2014.