Viðburðir

25.09.2015 Leikskólar Samsöngur í Sal

Samsöngur í sal í tilefni Evrópska tungumáladagsins 26. september. Sungin verða lög á tungumálum starfsmanna og barna af erlendum uppruna í leikskólanum
 

21.09.2015 Leikskólar Hringekja í Sólbrekku

Verkefnið “Hringekja” hefst og stendur yfir í 8 vikur. Í Hringekju er boðið upp á átta mismunandi vinnustöðvar 2 x í viku. Unnið er með hreyfingu, útinám, listsköpun, jóga, sögugerð, vísindi, grænfánaverkefnið og tónlist.
 

14.09.2015 - 25.09.2015 Leikskólar Fjölmenningarvikur.

Fjölmenningarvikur. Þá er lesið, spjallað, hlustað á tónlist og rýnt í menningu hinna ýmsu þjóða sem börn og fullorðnir í leikskólanum koma frá. Þjóðfánar þeirra eru sýnilegir við hverja deild.