Aðlögun

Aðlögun

Mikilvægt er að góð samvinna takist í byrjun á milli foreldra og starfsfólks. Barnið þarf að fá góðan tíma til að kynnast deildinni sinni, umhverfinu, starfsfólkinu og barnahópnum.
Nauðsynlegt er að foreldri, annað eða bæði dvelji með barninu fyrstu dagana og kynnist þannig starfsemi leikskólans.
Með góðri aðlögun er lagður hornsteinn að öryggi og vellíðan barnsins og samstarfi heimilis og leikskóla.
Foreldrar og leikskólakennarar koma sér saman um áframhald aðlögunar.


Þáttökuaðlögun 

Þátttökuaðlögun byggir á því að barn og fullorðinn kynnist saman nýjum aðstæðum og umhverfi leikskólans og byggir á fullri þátttöku foreldra í starfi skólans aðlögunardagana.
Gert er ráð fyrir að annað foreldri sé með barninu  dagana á meðan á aðlögun stendur  (best er að það sé sama foreldrið ef  hægt er að koma því við).
Foreldrar sjá alfarið um börnin þennan tíma, klæða þau, skipta á þeim og gefa þeim að borða og taka fullan þátt í daglestu starfi.  Á þennan hátt gefst starfsfólki tækifæri og tími til að kynnast hverju barni fyrir sig, foreldrum barnanna og foreldrar kynnast hver öðrum.