Starfsemin á Bjargi
Í upphaf skólaárs er lögð áhersla á sjálfshjálp, börnin æfa sig í að klæða sig , ganga frá fötum sínum þegar þau koma inn. Markmiðið er að efla sjálfsstæði, sjálfshjálp og samvinnu
Börnin fá að vera umsjónarmenn til skiptis og þá sjá þau um „ að gá til veðurs“ og segja hinum hvernig best sé að klæða sig eftir veðri. Einnig sjá þau um að sækja matinn og bjóða til borðs.
Fyrir matinn læra þau að leggja á borð og ganga frá eftir sig þegar þau eru búin að borða. Í þessum stundum er kjörið tækifærið til að spjalla um ýmiskonar hugtök. t.d. hægri, vinstri, heitt, kalt, telja, litina. Þetta eflir málþroska og orðaforða barnanna.
Á þriðjudögum og fimmtudögum er Hreyfiland og tónlist hjá Ólöfu Maríu og skiptast þau í tvo hópa. Þau sem fara í Hreyfiland á þriðjudögum fara í tónlist á fimmtudögum og svo öfugt. Markmiðið er að örva fagur- og vitsmunaþroska barnanna, líkamsvitund, hreyfifærni, tóneyra og málþroska barnanna.
Sesselja tónlistarkennari er með tónlist og hreyfingu eftir hádegi á mánudögum og föstudögum og er börnunum einnig skipt í tvo hópa.
Farið er í upplifunarferðir einu sinni í viku og eru hæg heima tökin og stutt í allt hér á Seltjarnarnesi. Börnunum er kennt að bera virðingu fyrir því sem er í kringum okkur bæði það smáa og stóra. Markmiðið er að fræða börnin um náttúruna, umhverfið og verndun þess. Nauðsynlegt er að börnin kynnist fjölbreytileika náttúrunnar, komist í lifandi tengsl við hana til að þekkja og njóta hennar. Við reynum að opna augu barnanna fyrir fegurð náttúrunnar og kenna þeim að bera virðingu og ábyrgð fyrir henni.
Börnin fara í listaskála á miðvikudögum undir leiðsögn Kristínar Vilborgar myndlistakennara. Unnið er með verðlaust efni og það sem við finnum úti í náttúrunni í okkar upplifunarferðum. Einnig vinna þau með leir, teikna, líma, klippa o.fl inn á deild. Markmiðið er að börnin njóti myndsköpunar á eigin forsendum og kynnast margs konar efnivið sem örvar sköpunargleði þeirra.
Á fimmtudögum er farið í SMT-skólafærni í samverustund. Þar sem SMT reglur eru lagðar inn og æfa sig í þeim. Myndir af reglunum eru sýnilegar uppá veggjum. Hægt er að skoða SMT- skólafærni nánar hér á heimasíðunni.
Börnunum er skipt í fjóra hópa; Gulur, rauður, grænn og blár í hópavinnu er tækifæri til þess að skoða og fjalla um afmarkað efni s.s. spil, rím, fínhreyfingar, samvinnu, tækifæri til þess að tjá skoðanir sínar og hlusta á aðra. Þetta eflir félags og vistmunaþroska barnanna.
Á Bjargi er unnið með vináttuverkefnið Blær. En það er forvarnaverkefni gegn einelti frá Barnaheillum Öll börnin eiga lítinn Blæ sem þau hafa aðgang að í leikskólanum. Stóri-Blær heimsækir börnin eina helgi. Foreldrar skrifa þá eitthvað um það sem börnin og Blær gerðu saman og það síðan lesið upp með barninu í samverustund á mánudögum. Barnið þjálfast í að segja frá því sem þau gerðu saman. Þetta eflir sjálfstraust og sjálfsvitund hjá börnunum.
Afmælisdagur barnsins er stór dagur í lífi þess, barnið gerir afmæliskórónu og það fær sérstakan afmæliskertastjaka á borðið til sín. Í hádeginu fær afmælisbarnið sérstakan afmælisdisk og glas og að sjálfssögð er afmælissöngur sunginn.