Skólastefna Seltjarnarness
Skólastefna Seltjarnarness var samþykkt í bæjarstjórn 9. nóvember 2011.
Skólastefna Seltjarnarness varðar þá þjónustu sem skólum á Seltjarnarnesi er ætlað að veita börnum og ungmennum bæjarins til aukins þroska og menntunar. Skólum bæjarins er ætlað að taka mið af stefnunni við skipulagningu starfsemi sinnar og dagleg störf. Starfsfólk skólanna er því í lykilhlutverki við að framkvæma stefnuna eins og til er ætlast. Nemendur og foreldrar gegna einnig veigamiklu hlutverki og ábyrgð eigi árangur skólastarfsins að verða sá sem að er stefnt.
Seltjarnarnes leggur áherslu á að reka góða skóla þar sem boðið er upp á metnaðarfullt og framsækið skólastarf, sem byggir á góðu starfsumhverfi. Áhersla er lögð á að mæta þörfum nemenda og ýta undir hæfileika þeirra. Góð samskipti og samstarf starfsfólks, nemenda, foreldra og annarra samstarfsaðila er forsenda þess að vel takist til við að byggja upp gott og mannvænt samfélag. Í skólastefnunni er ennfremur lögð áhersla á samvinnu milli skólanna, samfelldan skóladag nemenda og öruggt umhverfi.
Skólastefna Seltjarnarness er í umsjá og á ábyrgð skólanefndar sem ber ábyrgð á kynningu stefnunnar, að henni sé framfylgt og að settum markmiðum sé náð. Skólastefnan verður í stöðugri skoðun og hún endurmetin með reglubundnum hætti.
Skólastefna Seltjarnarness pdf.