Heimaskóli

Leikskóli Seltjarnarness er heimaskóli

Samstarf Háskóla Íslands við leik-, grunn- og framhaldsskóla

Menntavísindasvið er í nánu samstarfi við leik-, grunn- og framhaldsskóla um allt land. Samstarfsskólar taka að sér að vera heimaskólar kennaranema á námstíma þeirra. Heimaskólar veita ákveðnum fjölda nema aðgang að skólanum til að vinna þar þau verkefni sem tengjast vettvangi. Um fjölbreytt verkefni er að ræða, m.a. æfingakennslu, kynnisheimsóknir, þátttöku í undirbúningi og framkvæmd kennslu, athuganir á skólastarfi o.fl.