Dagskipulag

Dagskipulag Leikskóla Seltjarnarnes

Dagskipulagi er ætlað að vera rammi utan um leikskólastarfið þar sem ríkir jafnvægi frjálsra og skipulagðra stunda, inniveru og útiveru. Dagskipulagið er ætíð sniðið að þörfum barna, þroska þeirra og samsetningu barnahópsins svo og aðstæðum og öðrum ytri skilyrðum. Skipulag og ákveðnar tímasetningar dagsins gefa starfinu festu og öryggi fyrir börn, starfsfólk og foreldra en er þó sveigjanlegt og veitir svigrúm til þess að bregða út af þegar þörf er á.

 

kl. 07:45  Leikskólinn opnaður. Tekið er á móti börnunum í Ási og Nesi/Tjörn
kl. 08:00-09:00  Morgunmatur - rólegir leikir
kl  09:10- 09:30  Samvera; söngur,sögur, umræður, "veðurfræðingur".
kl. 09:30-11:15  Hópastarf - ávaxtastund
 Tónlist, myndlist, hreyfing í sal, útivist, vettvangsferðir,
 val, skipulagðir og frjálsir leikir
kl. 11:30  Hádegisverður yngri börn 
kl. 12:00  Hádegisverður eldri börn 
kl 12:00-14:00  Svefntími yngri barna
kl.12:00-13:00  Hvíld/sögustund
 kl.13:00-15:00  Leikstund/útivera 
kl. 15:00-15:30  Miðdegishressing 
kl. 15:30-16:30 Leikstund/útivera
kl. 16.30    Safnast saman í lok dags á Odda/Ási
kl. 16.30  Leikskólinn lokar