Foreldrafélag Leikskóla Seltjarnarness
Allir sem eiga börn í leikskólanum eiga rétt á að ganga í félagið ásamt starfsfólki skólans. Aðalfundur er haldinn að hausti ár hvert sem kýs stjórn fyrir skólaárið.
Tilgangur félagsins er að:
- Vera samstarfsvettvangur foreldra leikskólabarna
- Stuðla að góðum skólaanda m.a. með því að vinna að öflugu félagslífi í leikskólanum
- Stuðla að auknum kynnum barna, foreldra og starfsmanna skólans
- Koma á framfæri sjónarmiðum og hugmyndum foreldra varðandi leikskólastarfið til skólastjórnenda og foreldraráðs
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að:
- Skipuleggja viðburði í samstarfi við leikskólann
- Styðja og hvetja deildarfulltrúa til að efla deildaranda og foreldrasamstarf á hverri deild
- Koma á umræðu- og fræðslufundum fyrir foreldra um uppeldis- og leikskólamál
- Veita leikskólanum lið í að bæta aðstæður til leiks og náms
- Sitja fundi með foreldraráði og skólastjórnendum um skólastarfið
Undanfarin ár hefur Foreldrafélagið staðið fyrir margskonar uppákomum s.s. sumarhátíð, leik- og tónlistasýningum auk þess hafa börnin hafa fengið að sitja hest með aðstoð reyndra starfsmanna frá Krakkhestum.
Einnig hefur félagið gefið börnunum jólagjafir með aðstoð jólasveina.
Stjórn félagsins hittist að jafnaði annan einu sinni í mánuði. Stjórnin hvetur foreldra til þess að koma á framfæri hverskonar hugmyndum sem efla starf félagsins og leikskólans.